mobile navigation trigger mobile search trigger
23.02.2023

Þjónusta sveitarfélaga 2022 – Könnun Gallup

Í desember og janúar tók Fjarðabyggð þátt í þjónustukönnun Gallup, sem mælir viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsin. Í könnuninni eru mæld nokkur af stærstu sveitarfélögum landsins og er um að ræða netkönnun sem framkvæmd var á tímabilinu 12.12.22 – 23.1.23. Úrtakið á landsvísu var ríflega 12.000 einstaklingar, 18 ára og eldri, lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfshópi Gallup. Fjöldi svarenda í Fjarðabyggð var 165. 

Þjónusta sveitarfélaga 2022 – Könnun Gallup

Um 72% aðspurða eru ánægð með að búa í Fjarðabyggð en heilt yfir þá eru niðurstöður Fjarðabyggðar heldur að lækka milli mælinga, en þó eru nokkrir flokkar sem hækka. Það er ljóst að talsverð  sóknarfæri eru í flestum flokkum, en svona könnun er mikilvægur liður í því að átta sig betur á stöðu mála í viðhorfi íbúa til ólíkra málaflokka.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt á bæjarráðsfundi í vikunni, og mun vinna með hana halda áfram á næstunni, með það að markmiði að bæta þjónustu sveitarfélagsins til framtíðar.

Heildarniðustöður könnunarinnar má finna hér: Þjónusta sveitarfélaga 2022

Frétta og viðburðayfirlit