Þorsteinn Sigurður Guðjónsson lét af störfum og fór á eftirlaun 30. nóvember síðastliðinn eftir rúm 40 ára starfsferil hjá Fjarðabyggð.
Þorsteinn hóf fyrst störf í Neskaupstað árið 1981.
Eitt af hans fyrstu verkum var að fara til Akureyrar og rífa niður malbikunarstöð sem var þar og flytja hana austur. Á þeim tíma var varla malbikuð gata á Norðfirði. Þessi malbikunarstöð var svo notuð í hátt 20 ár.
Árið 1982 er Þorsteinn svo fastráðinn og hefur starfað allar götur síðan hjá Neskaupstað og svo Fjarðabyggð eftir sameininguna 1998.
Þorsteinn gengdi ýmsum störfum, hann var meðal annars varaslökkvistjóri frá 1999-2019 samhliða störfum sínum sem bæjarverkstjóri.
Starfsfólk Fjarðabyggðar þakkar Þorsteini fyrir samstarfið í gegnum árin og óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.