mobile navigation trigger mobile search trigger
20.04.2018

Þróttur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld.

Kvennalið Þróttar  Neskaupstað í blaki á möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið mætir Aftureldingu í þriðja leik liðana í úrslitaeinvíginu um titlinn. Leikið verður í Íþróttahúsinu í Neskaupstað og hefst leikurinn kl. 20:00

Þróttur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld.

Þróttur vann fyrstu tvo leikina í einvíginu, þann fyrri í Neskaupstað 3-1 og í vikunni sigraði Þróttur svo annan leikinn á útivelli 1-3. Til að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn þarf að sigra þrjá leiki og það geta Þróttastúlkur gert í kvöld með sigri.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:00 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja Þrótt til sigurs. Fyrir þá sem ekki geta það er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu á SportTV (Rás 213 í sjónvarpi Símanns)- Áfram Þróttur!

Frétta og viðburðayfirlit