mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2018

Þróttur Neskaupstað er Íslandsmeistari í blaki 2018!

Kvennalið Þróttar Neskaupstað tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki á föstudagskvöld með því að leggja Aftureldingu að velli í Neskaupstað. 

Þróttur Neskaupstað er Íslandsmeistari í blaki 2018!
Íslandsmeistaratitilinn fer á loft - Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Leikurinn á föstudag var þriðji leikur liðana í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, en sigra þurfti þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. Sigur Þróttar var nokkuð sannfærandi en lokatölur leiksins urðu 3-0 og var leikur Þróttar afar sannfærandi allan tímann. Stigahæst í leiknum var Paula Del Olmo Gomez með 13 stig fyrir Þrótt  og næst stigahæst var Særún Birta Eiríksdóttir fyrirliði Þróttar með 10 stig.

Það var svo Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem afhenti Særúnu Birtu titilinn í leikslok og gríðarleg fagnaðarlæti burtu þá út í troðfullu Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Þetta er í 9 skiptið sem Þróttur vinnur íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með Víkingskonur sem áttu metið. Fyrr á árinu hafði liðið einnig tryggt sér bikarmeistartiltinn og sigur í Mizunudeildinni og unnu því Þróttarkonur þrefalt í ár!

Við óskum leikmönnum, þjálfurum og aðstandendum Þróttar Neskaupstað til hamingju með þennan glæsilega árangur!

Á vef Austurfréttar má finna umfjöllun um leikinn og myndir.

Frétta og viðburðayfirlit