Í gærkvöldi fór fram annar leikur í undanúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Neskaupstað en HK vann fyrri leikinn í Fagralundi á mánudaginn í oddahrinu.
Í gærkvöldi fór fram annar leikur í undanúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Neskaupstað en HK vann fyrri leikinn í Fagralundi á mánudaginn í oddahrinu.
Leikurinn í kvöld var ekki síður spennandi og knúðu Þróttarastelpur fram sigur í oddahrinu 16-14 eftir háspennu leik. Um 250 á horfendur mættu á leikinn og studdu Þróttarastúlkur rækilega áfram og frábær stemmning var í húsinu.
Leikurinn var æsispennandi og flottir taktar í vörn og sókn, en bæði lið virtust lenda í vandræðum í mótttöku í sumum stöðum.
Stigahæst Þróttara í leiknum var Ana María Vidal Bouza 24 stig.
Með þessum sigri Þróttara er staðan 1-1 í einvíginu en oddaleik mun fara fram í Fagralundi á föstudaginn.
Sigurvegarinn í þeim leik mætir Aftureldingu í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Úrslit
Þróttur 3 - HK 2
Hrinur: 25-21, 13-25, 25-20, 22-25, 16-14