Alþingi Íslendinga samþykkti á árinu 2016 breytingar á lögum nr. 32/2007 um vatnsveitur og lögum nr. 9/2009 um fráveitur. Lagabreytingin skýrir heimildir til álagningar þessara gjalda þannig að á fasteign, sem stendur á sjálfstæðri lóð og er ekki tengd vatsveitu og eða fráveitu, skuli ekki leggja á vatnsgjald og eða fráveitugjald..
Ekki liggja fyrir í gögnum Fjarðabyggðar upplýsingar um allar eignir sem hugsanlega eru ekki tengdar veitukerfum bæjarins. Hér með er því skorað á þá fasteignaeigendur sem telja að þeirra eign sé ekki tengd öðru hvoru eða báðum veitukerfunum að hafa samband við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar í síma 470-9000 eða á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is.
Fjármálastjóri Fjarðabyggðar
Snorri Styrkársson