mobile navigation trigger mobile search trigger
16.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. september

Mikill fjöldi mætti í sýnatöku á Reyðarfirði í dag, í heildina voru tekin um 250 sýni. Niðurstöður úr greiningu sýna er að vænta síðar í kvöld. Mikilvægt er að allir þeir sem fóru í sýnatöku í dag haldi sig heima þangað til að niðurstöður hafa borist. Þá er vinna smitrakningateymisins í fullum gangi og mun halda áfram í kvöld þegar að niðurstöður úr sýnatökunni liggja fyrir.

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 16. september

Mikilvægt er að bæði leik- og grunnskólabörn á Reyðarfirði séu ekki að hittast utan skóla (á æfingum eða í öðrum tómstundum) á meðan verið er að skoða hversu útbreidd smitin eru. Viðbúið er að töluverður fjöldi farið í sóttkví, bæði leik- og grunnskólabörn ásamt starfsfólki á báðum stöðum. Unnið er náið með stjórnendum skóla og leikskóla í að skilgreina hvaða bekkir/deildir fara í sóttkví og hverjir í smitgát. Allir þeir sem verða settir í sóttkví eða smitgát verða látnir vita, en smitrakning getur tekið tíma og því er mikilvægt að allir þeir sem hafa minnsta grun á að hafa verið útsettir fyrir smiti, haldi sig heima og bíði eftir frekari fyrirmælum í samráði við smitrakningateymið. Þannig getum við hjálpast að í að hindra frekari útbreiðslu smita.

Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar niðurstöður úr sýnatöku dagsins liggja fyrir, líklega verður það þó ekki fyrr en í fyrramálið.

Frétta og viðburðayfirlit