mobile navigation trigger mobile search trigger
22.09.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 22. september

Alls greindust 5 smit úr sýnatöku sem fram fór á Reyðarfirði í gær en þá voru tekin rúmlega 200 sýni. Öll smitin sem greindust voru innan sóttkvíar. Jafnframt voru tekin rúmlega 90 hraðpróf vegna smitgátar sem öll reyndust neikvæð. 

Þar sem lang flestir hafa nú lokið sinni sóttkví og smitgát, og engin greinst utan sóttkvíar, getur skólahald á Reyðarfirði hafist að nýju í fyrramálið með nokkuð eðlilegum hætti, bæði í leik- og grunnskóla. Í Leikskólanum Lyngholti er þó rétt að hafa í huga að enn eru nokkuð margir starfsmenn frá vinnu vegna sóttkvíar og smita og verða það næstu daga. Því getur sú staða komið upp að loka þurfi einhverjum deildum leikskólans næstu daga vegna manneklu.

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 22. september

Aðgerðstjórn er bjartsýn á að tekist hafi að ná utan um þau smit sem tóku að greinast á Reyðarfirði í síðustu viku. Íbúum er þakkað fyrir mikið þolgæði og samstöðu í þessu verkefni sem okkur hefur tekist afar vel að komast í gegnum.  Áfram verður þó fylgst náið með því hvort fleiri smit greinast og mun aðgerðarstjórn senda frá sér tilkynningar eftir þörfum varðandi það.

Atburðir síðustu daga hafa sýnt okkur að við þurfum áfram að vera á varðbergi gagnvart veirunni. Gætum því áfram vel að eigin sóttvörnum og mætum í sýnatöku við minnsta grun um einkenni.

Frétta og viðburðayfirlit