Alls greindust 5 smit úr sýnatöku sem fram fór á Reyðarfirði í gær en þá voru tekin rúmlega 200 sýni. Öll smitin sem greindust voru innan sóttkvíar. Jafnframt voru tekin rúmlega 90 hraðpróf vegna smitgátar sem öll reyndust neikvæð.
Þar sem lang flestir hafa nú lokið sinni sóttkví og smitgát, og engin greinst utan sóttkvíar, getur skólahald á Reyðarfirði hafist að nýju í fyrramálið með nokkuð eðlilegum hætti, bæði í leik- og grunnskóla. Í Leikskólanum Lyngholti er þó rétt að hafa í huga að enn eru nokkuð margir starfsmenn frá vinnu vegna sóttkvíar og smita og verða það næstu daga. Því getur sú staða komið upp að loka þurfi einhverjum deildum leikskólans næstu daga vegna manneklu.