Í gær fimmtudag greindust þrjú smit á Egilsstöðum. Einn hinna smituðu var í sóttkví við greiningu en hinir tveir ekki. Smitrakning stendur nú yfir. Í hádeginu í dag föstudag var sýnataka á Egilsstöðum þar sem tekin voru rúmlega 180 PCR sýni. Von er á að niðurstöður úr þeirri sýnatöku seint í kvöld eða fyrramálið. Aðgerðastjórn mun send aðra tilkynningu þegar niðurstöður liggja fyrir.
Mörg smit hafa greinst á Egilsstöðum undanfarna daga. Ekki er hægt að tengja öll smit saman hvað varðar hugsanlega útsetningu eða uppruna smits og því ljóst að smit gæti verið á sveimi í samfélaginu. Því er mikilvægt að allir sinni vel persónubundnum sóttvörnum, fólk haldi sig heima ef einkenni gera vart við sig og bóki PCR sýnatöku við minnsta grun. Förum varlega í margmenni um helgina og hjálpumst að við að hindra útbreiðslu smita.