mobile navigation trigger mobile search trigger
01.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 1. apríl

Eitt nýtt smit hefur bæst við á Austurlandi frá í gær og þau því sjö talsins í heildina. Hinir smituðu eru allir búsettir á Fljótsdalshéraði. Í sóttkví eru tvö hundruð og tveir, fjórum fleiri en í gær. Talsvert margir þeirra flugfarþega er komu erlendis frá fyrir hálfum mánuði eða svo eru að ljúka sinni sóttkví. Því má gera ráð fyrir tölur morgundagsins lækki nokkuð frá deginum í dag.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 1. apríl

Skimun á Austurlandi

Íslensk erfðagreining, ÍE, stefnir að því í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, að hefja skimun fyrir smiti á Austurlandi með þeim hætti að fólk geti pantað sér tíma í sýnatöku. Það geta allir nema þeir sem eru í sóttkví og börn yngri en eins árs. Stefnt er á að þetta verkefni verði framkvæmt að óbreyttu laugardaginn fjórða og sunnudaginn fimmta apríl. Bent skal á það strax að bókun í sýnatöku verður ekki í gegnum heilsugæslu HSA heldur með rafrænum hætti á heimasíðu Íslenskrar erfðagreiningar. Skipulagið, þar með talið bókunarleiðbeiningar, verða fljótlega kynntar á heimasíðu sveitarfélaga, á heimasíðu og fésbók HSA og á Austurfrétt.

Frétta og viðburðayfirlit