mobile navigation trigger mobile search trigger
10.01.2021

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. janúar

Tveir íbúar Austurlands hafa greinst með COVID landamærasmit og því fjórir nú smitaðir í fjórðungnum. Viðkomandi eru allir í einangrun á heimilum sínum og njóta eftirlits og eftirfylgdar COVID deildar Landspítala og HSA. Áréttað er að þau fjögur smit sem nú eru í fjórðungnum eru svokölluð landamærasmit. Í því felst að grunur um önnur smit á svæðinu vegna þessara smita eru ekki til staðar að svo komnu.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. janúar

Hinsvegar sýna þessi atvik ljóslega að veiran er enn á ferli og mikilvægi þess að fyllstu varkárni sé gætt. Í því felst að fylgja í hvívetna þeim persónubundnu smitvörnum sem hafa verið áréttaðar ítrekað, að fylgja tveggja metra reglunni, nota grímu þar sem það er áskilið og muna eftir handþvotti og sprittnotkun. Síðast en ekki síst að forðast margmenni og virða alltaf gildandi reglur um hópastærð.

Einblínum áfram á endamarkið sem nú er farið að glitta í gegnum COVID mistrið. Ökum af varkárni þær blindhæðir og beygjur sem enn bíða og tryggjum þannig að engin slys verði á leiðinni.  

Frétta og viðburðayfirlit