mobile navigation trigger mobile search trigger
22.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Vegna vetrarfrís í skólum meðal annars má búast við að talsverður fjöldi íbúa úr öðrum landshlutum leggi leið sína í sumarhús í fjórðungnum. Aðgerðastjórn hvetur því til aðgæslu bæði heimamanna og gesta. Minnir hún í því sambandi á þær fjórar smitvarnir sem mestu skipta; að fjarlægðarmörk séu haldin, grímur notaðar þar sem við á, hendur þvegnar reglulega og spritt notað á snertifleti.  

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. október

Áskoranir okkar hér í fjórðungnum á COVID tímum hafa verið allskonar og síbreytilegar. Það mun ekki breytast á næstunni. Smitvarnir hafa hinsvegar að mestu verið hinar sömu frá byrjun samanber áréttingu hér að ofan. Höldum þeim vörnum uppi og tryggjum þannig áframhaldandi góða stöðu á Austurlandi.

Frétta og viðburðayfirlit