mobile navigation trigger mobile search trigger
31.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 31. mars

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Þau eru því sex talsins sem fyrr. Enginn þeirra smituðu telst alvarlega veikur. Allir eru þeir búsettir á Fljótsdalshéraði.  198 eru í sóttkví á Austurlandi, 28 færri en í gær

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi  31. mars

Talsvert mörg sýni eru enn til rannsóknar víðsvegar að af landinu sem ekki hefur náðst að greina enn sem komið er, einnig af Austurlandi. Niðurstöðu er beðið.

Gera má ráð fyrir að fjöldi í sóttkví sveiflist nokkuð næstu daga. Greinist smit í einhverju þeirra fjölda sýna sem þegar eru til rannsóknar má gera ráð fyrir að fjölgun verði í hópi þeirra sem eru í sóttkví. Henni er hins vegar að ljúka hjá mörgum þeirra flugfarþega sem komu frá sýktum svæðum erlendis og leiðir til fækkunar.

Ábendingar og tilmæli frá íbúum hafa borist aðgerðastjórn um að kynna á þessum vettvangi í hvaða sveitarfélagi smit greinast. Það hefur hins vegar ekki verið gert og þar byggt á mati sóttvarnalæknis meðal annars að slíkar upplýsingar höggvi nærri persónuvernd. Því var lagst gegn því að þær yrðu sendar út.  Þetta mat hefur nú verið endurskoðað af sóttvarnalækni og persónuverndarfulltrúa Landlæknis. Niðurstaðan er sú að það séu hagsmunir almennings að fá sem bestar upplýsingar um stöðu mála hverju sinni. Birting þessara upplýsinga er aðgerðastjórn því heimil hér með.

Frétta og viðburðayfirlit