Engin breyting hefur orðið á fjölda COVID smita á Austurlandi og eru tveir einstaklingar í einangrun með staðfest smit. Einstaklingar þessir greindust með smit í landamæraskimun líkt og fram kom í tilkynningu aðgerðastjórnar þann 30. október sl.
07.11.2020
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. nóvember
Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að huga sérstaklega vel að einstaklingsbundnum smitvörnum, vera heima ef fólk finnur fyrir einkennum, þvo hendur, halda tveggja metra fjarlægð og nota grímu þar sem ekki hægt að virða fjarlægðamörk. Það hefur skilað okkur góðum árangri hingað til og látum svo vera áfram. Nú reynir á úthaldið, þolinmæðina og þrautseigjuna.
Höldum áfram að vera styðjandi hvert við annað og gerum þetta saman.