mobile navigation trigger mobile search trigger
12.01.2022

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna - 12. janúar

Í gær var neyðarstigi almannavarna lýst yfir sökum vaxandi álags á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirufaraldursins. Þessi breyting snýr að þeim sem hafa hlutverk í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og á að vera okkur öllum hvatning um að fara varlega og yfirfara eigin sóttvarnir.

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna - 12. janúar

Sýni sem voru tekin í gær á Reyðarfirði og Egilsstöðum komust ekki suður til greiningar í gær þar sem hvorki var flogið seinnipartinn eða í gærkvöldi vegna veðurs. Sýnin fóru því suður með fyrstu vél í morgun. Niðurstöður eru væntanlegar síðar í dag eða kvöld.

Að gefnu tilefni skal það áréttað að fólk sem er í sóttkví, bæði börn og fullorðnir eiga ekki að mæta í bólusetningu meðan á sóttkví varir, heldur verða þau bólusett síðar.

Í ljósi aðstæðna þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir, brýnir aðgerðastjórn til ýtrustu varkárni, hvort heldur það snýr að okkur sem einstaklingum eða að fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.

Þá þykir ástæða til að árétta grímuskyldu í verslunum til að mynda, sem og hefðbundna brýningu um að gæta að fjarlægðarmörkum, muna eftir handþvotti og sprittnotkun.

Förum varlega.

Frétta og viðburðayfirlit