Almannavarnanefnd Austurlands sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag: Snjóflóð féllu um síðustu helgi á skíðasvæðum á Austurlandi, í Stafdal og Oddsskarði. Vegna þess hefur almannavarnanefnd Austurlands með sveitarfélögunum tveimur, Múlaþing og Fjarðabyggð sem reka skíðasvæðin á nefndum stöðum, hafið vinnu sem miðar að því að rýna verkferla. Meðal annars verður farið yfir öryggisbúnað, þjálfun starfsmanna, hættumat, áætlanagerð og fleira. Með í þessari vinnu verða fagaðilar eins og Veðurstofa Íslands, svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi og lögregla.
Áhersla verður lögð á að ljúka þessari vinnu sem fyrst.
07.03.2024