mobile navigation trigger mobile search trigger
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl. 14:20 - Frekari rýming í Neskaupstað

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið frekari rýmingu á Neskaupsstað. Um er að ræða efstu húsaraðir á reitum 8 – 11 – 14 (við Urðarteig, Blómsturvelli, og Víðimýri) að undanskildum húsum 2-12a við Urðarteig

Rýmingin gildir frá klukkan 15:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út.

Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.

Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.

 

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl. 14:20 - Frekari rýming í Neskaupstað

Frétta og viðburðayfirlit