Gert er ráð fyrir að úrkoma á Austurlandi nái hámarki síðar í dag og allar varúðarráðstafanir því enn til staðar vegna snjóflóðahættu meðal annars. Verið er að skoða mögulega opnun milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um Fannardal sem og frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði um Fagradal. Báðir þessir vegarkaflar eru lokaðir sem stendur.
Vegna mögulegrar úrkomu í formi rigningar eru íbúar beðnir um að huga að niðurföllum vegna vatnsaga.