27.03.2023
Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi
Núna er staðan sú að búið er að rýma á annað hundrað heimila í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði og um 500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Nú þegar tökum hefur verið náð á ástandinu og enginn er talinn í bráðri hættu hefur verið ákveðið að fara af neyðarstigi á hættustigi Almannavarna, sem er í samræmi við verklagreglur þar um.
Vegna snjóflóðahættu er gert ráð fyrir að áframhaldandi rýming verði á Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Eskifirði til morguns. Staðan verður þá tekin að nýju og kynnt. Verði breytingar á þessum á tilteknum svæðum, mun það strax kynnt hlutaðeigandi.