mobile navigation trigger mobile search trigger
05.09.2023

Trjágróður við lóðarmörk

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Fjarðabyggð hvetur garðeigendur til að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. Einnig þarf að hugsa fyrir aðgengi vegna snjóhreinsunar, en gera þarf ráð fyrir 2,8 metra hæð undir trjágreinar á gangstígum til að snjóruðningstæki komist undir.

Trjágróður við lóðarmörk

Þessi atriði þurfa að vera  í lagi:

  • Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.
  • Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.
  • Þar sem sorphirðubílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg má gróður ekki vera neðar en 4,2 metrar, sambærilegt við akbraut.

Garðeigendur bera ábyrgð á sínum gróðri og samkvæmt byggingareglugerð þurfa þeir að halda gróðri innan lóðarmarka. Þar segir „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangnginni aðvörun.

Vaxi gróður út fyrir lóðarmörk þarf að vera 2,8 metra lágmarkshæð undir hann frá gangstétt eða gangstíg. Þá  þarf lágmarkshæð gróðurs yfir akbraut að vera 4,2 metrar. Sjá má nánar um þetta í byggingarreglugerð nr.112/2012.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar geta haft samband við Helgu Björk Einarsdóttur, garðyrkjustjóra Fjaraðbyggðar, helga.b@fjardabyggd.is eða hringt í síma 470 9000 eða koma ábendingum á framfæri í gegnum ábendingarkerfi Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit