Nokkuð hefur borið á því að skemmdaverk séu unnin á gróðri og skiltum í lystigarðinum í Neskaupstað að undanförnu. Við viljum biðla til fólks að virða lystigarðinn og hvetja til góðrar umgengni um hann.
29.04.2020
Umgengni um lystigarðinn í Neskaupstað
Í Fjarðabyggð erum við svo heppin að hafa einn elsta lystigarð á Íslandi og það í miðbæ Neskaupstaðar. Garðurinn var stofnaður af kvenfélaginu Nönnu í Neskaupstað, sem svo síðar afhenti Fjarðabyggð garðinn. Kvenfélagið Nanna er verndari garðsins og ber mikla önn fyrir honum, að hann blómstri og dafni sem allra best.
Á síðustu vikum hefur komið í ljós skemmdarverk á bæði gróðri og skiltum í lystigarðinum okkar. Það er afar miður að slíkt eigi sér stað og telur kvenfélagið víst að skemmdirnar séu unnar í ógáti og af óvitaskap, fremur en að ásetningsverk sé að ræða.
Það er miður þegar slíkir staðir verða fyrir skemmdum og því er biðlað allra að virða lystigarðinn og hvetja til góðrar umgengni um hann.