Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar 2016. Tekið er við tilnefningum til og með 9. september nk.
Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar 2016
Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum eða fyrir snyrtilegustu lóðina á íbúðarsvæði, snyrtilegustu lóðina á atvinnusvæði og snyrtilegustu lóðina í dreifbýli.
Dómnefnd velur úr innsendum tillögum og gerir að því búnu tillögur til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um verðlaunahafa.
Að sögn Önnu Berg Samúelsdóttur, umhverfisstjóra, er afar ánægjulegt að tekin hafi verið upp hjá Fjarðabyggð sú góða hefð að veita umhverfisverðlaun. Margir fallegir garðar og snyrtilegar lóðir prýði sveitarfélagið og mikilvæg hvatning felist í því að veita þeim viðurkenningu sem leggja góða rækt við umhverfi sitt.
Tekið er við tilnefningum í umslögum merktum „Umhverfisverðlaun 2016" í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar. Einnig má skila inn tilnefningum á netfangið anna.b.samuelsdottir@fjardabyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri á ofangreint netfang eða í síma 470 9000.