mobile navigation trigger mobile search trigger
21.10.2016

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016

Jón Björn Hákonarson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, afhentu í dag í Tónlistarmiðstöð Austurlands fyrstu umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar.

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016
(F.v.) Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, Jón Björn Hákonarsonar, formaður ESU, Jón Már Jónsson, SVN, Guðný Bjarkadóttir, SVN, Sigfús Sigfússon, SVN, Hörður og Kristbjör á Heiðarvegi 25, Ármann og Jóna Ingunn, Dölum I og II og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Viðurkenning er veitt í þremur flokkum eða fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð og snyrtilegustu fyrirtækjalóðina.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús hlutu Kristbjörg Kristinsdóttir og Hörður Þórhallsson, Heiðarvegi 25, Reyðarfirði.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð hlutu Dalir I og II, í Daladal í Fáskrúðsfirði. Ábúendur eru Ármann Elísson og Jóna Ingunn Óskarsdóttir.

Verðlaun fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóð hlaut svo Síldarvinnslan í Neskaupstað, SVN. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Fjarðabyggð veitir viðurkenningar fyrir snyrtingu og fegrun umhverifsins. Stefnt er að því að þessi ánægjulegi viðuburður fari framvegis fram daginn fyrir fyrsta vetrardag á hverju ári.

Auglýst var eftir tilnefningum í ágúst og september sl. og var öllum með lögheimili í Fjarðabyggð heimilt að senda inn tilnefningar. 

Dómnefnd skipuðu Freyr Ævarsson, umhverfisfulltrúi Fljótsdalshéraðs, Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, starfsmaður þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs og Anna Heiða Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur og eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.

Skipan dómnefndar og yfirumsjón málsins heyrir undir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar.

Sjá nánar á vefsíðu umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar

Sjá fréttatilkynningu (pdf)

Fleiri myndir:
Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016
Heiðarvegur 25, Reyðarfirði.
Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016
Dalir I og II, Fáskrúðsfirði.
Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016
Síldarvinnslan í Neskaupstað.

Frétta og viðburðayfirlit