Árlega veitir Fjarðabyggð umhverfisviðurkenningu sem er í senn hvatning og viðurkenning til handa þeim sem eru til fyrirmyndar í umgengni á lóðum sínum. Í ár eru Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar veitt í fjórða sinn
Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2020
Í ár er engin undantekning á þessari skemmtilegu venju, þrátt fyrir það ástand sem skapast hefur vegna COVID-19. Þó varð bæði dráttur á afhendingu viðurkenningarinnar, vegna þessa ástands, ásamt því að ekki er unnt að bjóða til sérstaks viðburðar í kringum afhendingu verðlaunanna eins og vanin hefur verið.
Um mitt sumar óskað Fjarðabyggð eftir ábendingum íbúa um tilnefningar um snyrtilegustu lóðir í þremur flokkum: í byggð, fyrirtækis og í dreifbýli. Í ár var það svo að einungis barst tilnefning fyrir snyrtilegustu lóð í byggð. Hlutskörpust í innsendum tilnefningum og samkvæmt niðurstöðu matsaðila voru hjónin Ásta Jóhanna Einarsdóttir og Guðmundur Bjarnason, Sunnugerði 15 á Reyðarfirði.
Þau Ásta og Guðmundur hafa lagt mikla vinnu og natni í garðinn við hús sitt á Reyðarfirði og þar má glöggt sjá að þar fer fólk sem hefur mikin metnað fyrir því að hafa fallega lóð við hús sitt.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau hjónin taka á móti viðurkenningunni sem afhent var af Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og Önnu Berg Samúelsdóttur, umhverfisstjóra.
Fjarðabyggð óskum þeim hjónum innilega til hamingju með viðurkenninguna.