mobile navigation trigger mobile search trigger
24.08.2023

Umhyggjudagur barna frítt í sund

Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir Umhyggjudeginum víðsvegar um land laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Markmið Umhyggjudagsins er að vekja athygli á félaginu og því góða starfi sem þar er unnið.  Af því tilefni verður frítt í sund í sundlaugum Fjarðabyggðar.

Umhyggjudagur barna frítt í sund

Í sundlaug Eskifjarðar verður tónlist á sundlaugabakkanum, hoppukastalar (ef veður leyfir) og Sesam verður með veitingasölu til styrktar Umhyggju.

Yngstu sundlaugagestirnir fá glaðning frá Umhyggju, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Frétta og viðburðayfirlit