Mennta- og menningarmálaráðuneytið gengst fyrir umræðu- og kynningarfundum á Austurlandi um menningararf og menningarerfðir. Alls verða þrír fundir haldnir dagana 26. til 28. nóvember á Vopnafirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum.
23.11.2015
Umræðu- og kynningarfundir um menningararf
Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla; hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.
Fundirnir eru haldnir í tengslum við verkefni sem menntamálaráðuneytið stendur að og er markmið þeirra að:
- Koma af stað umræðu um menningarerfðir.
- Fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda.
- Leita eftir upplýsingum um félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða.
- Kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.
Fundurinn á Reyðarfirði fer fram föstudaginn 27. nóvember kl. 16:00 í Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1.
Sjá fasbókarviðburð
Aðrir fundartímar eru 26. nóvember á Vopnafirði, Sambúð, salur eldri borgara kl. 16:15 og 28. nóvember á Egilsstöðum, Austurbrú, Tjarnarbraut 39a, kl. 13:00.
Fundastjóri er dr. Guðrún Ingimundardóttir.