mobile navigation trigger mobile search trigger
16.12.2022

Undirritun samstarfssamnings Fjarðabyggðar og Samtakanna ´78

Föstudaginn 16. desember skrifuðu Hjördís Helga Seljan forseti bæjarstjórnar og Daníel E. Arnarson framkvæmdarstjóri Samtakanna '78 undir samstarfsamning um þjónustu samtakanna við Fjarðabyggð. Fjarðabyggð er sjötta sveitarfélagið sem semur um fræðslu og ráðgjöf við Samtökin ´78.

Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni.

Undirritun samstarfssamnings Fjarðabyggðar og Samtakanna ´78
Hjördís Helga Seljan forseti bæjarstjórnar og Daníel Arnar framkvæmdarstjóri S'78

,,Ég verð að hrósa Fjarðabyggð fyrir hversu fljótt og vel þetta gekk fyrir sig. Sveitarfélagið hafði samband í haust og nú er verið að skrifa hér undir,“ sagði Daníel Arnar, framkvæmdastjóri Samtakanna '78.

Þrír einstaklingar úr ungmennaráði voru einnig viðstödd undirritunina, þau Pálína Hrönn, Snjólfur og Elín Eik. 

Fræðsla til starfsfólks, nemenda og íbúa Fjarðabyggðar

Samningurinn kveður á um að Samtökin´78 veiti Fjarðabyggð þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti, til að mynda:

  • Fræðslu til starfsfólks grunn- og leikskóla Fjarðabyggðar
  • Fræðslu til nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar
  • Fræðslu til stjórnenda Fjarðabyggðar
  • Fræðslu til félags- og frístundamiðstöðva í Fjarðabyggð
  • Fræðslu til þjálfara íþróttafélaga og starfsfólks íþróttamiðstöðva
  • Endurgjaldlausa ráðgjöf Samtakanna´78 til ungmenna og íbúa í Fjarðabyggð

Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í byrjun næsta árs. 

Afar mikilvægt er að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð. Fjarðabyggð er barnvænt sveitarfélag og vinnur að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu mjög mikilvægur þáttur í þeirri vinnu.

Fleiri myndir:
Undirritun samstarfssamnings Fjarðabyggðar og Samtakanna ´78
Undirritun samstarfssamnings Fjarðabyggðar og Samtakanna ´78

Frétta og viðburðayfirlit