Leik-, grunn- og tónlistarskólar í Fjarðabyggð munu starfa í samkomubanni og sinna verkefnum sínum eins og kostur er:
Leikskólar
- Opnunartími leikskóla styttist um 15 mínútur í upphafi og lok dags og verður frá 7:45 – 16:15.
- Samgangur nemenda verður ekki milli deilda. Nemendur verða í smærri hópum á hverri deild og samskipti milli hópa lágmörkuð.
- Biðlað er til foreldra sem eiga kost á því hafa börnin heima dag og dag að hafa samband við leikskólastjóra.
Grunnskólar
- Nemendahópar í kennslurými eru ekki fleiri en 20 og samgangur ekki milli nemendahópa.
- Skólum hefur verið skipt í svæði til þess að auðvelda framkvæmd.
- Nemendur í elstu árgöngum í stærstu skólunum fara heim í mat og sinna fjarkennslu eftir hádegismat.
- Þar sem nemendur eru mikið í sinni kennslustofum er dagurinn brotinn upp með hreyfingu og útiveru.
Frístund
- Í Frístund verður skipt niður í sömu hópa og í skólanum þannig að nemendur í mismunandi hópum hittist ekki.
- Biðlað er til foreldra barna í frístund, sem eiga kost á því hafa börnin heima dag og dag eða sækja fyrr, að hafa samband við forstöðumann Frístundar.
Tónlistarskólar
- Haldið er úti tónlistarkennslu eins og hægt er, en tónfundir og hópkennsla í tónfræði fellur niður.
Skólastjórnendur hvers skóla senda nánari upplýsingar um skólahaldið. Foreldrar eru beðnir að kynna sér vel upplýsingarnar