Fundi Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna lauk fyrir skemmstu. Enn er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns. Heldur lægir þá tímabundið en von á öðrum úrkomubakka á morgun. Úrkoma á Seyðisfirði og í Neskaupstað hefur þó ekki verið mikil.
07.04.2024
Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi
Flestir fjallvegir á Austurlandi eru enn lokaðir.
Aðgerðastjórn hvetur ferðalanga sem fyrr til að kanna vel með færð og veður áður en haldið er af stað. Lítið ferðaveður er í fjórðungnum.
Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Fleiri myndir: