mobile navigation trigger mobile search trigger
07.04.2024

Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi

Fundi Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna lauk fyrir skemmstu. Enn er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns. Heldur lægir þá tímabundið en von á öðrum úrkomubakka á morgun. Úrkoma á Seyðisfirði og í Neskaupstað hefur þó ekki verið mikil.
Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi
Flestir fjallvegir á Austurlandi eru enn lokaðir.
Rýmingar frá í gær á Seyðisfirði og í Neskaupstað eru óbreyttar. Veðurstofa metur stöðuna að nýju í fyrramálið. Tilkynning verður send á þessum vettvangi í kjölfar þess, væntanlega um klukkan tíu. Vegir innanbæjar eru enn opnir. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða.
Aðgerðastjórn hvetur ferðalanga sem fyrr til að kanna vel með færð og veður áður en haldið er af stað. Lítið ferðaveður er í fjórðungnum.
Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Fleiri myndir:
Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi

Frétta og viðburðayfirlit