mobile navigation trigger mobile search trigger
12.06.2020

Uppskeruhátíð vegna þróunarverkefnis um snemmtæka íhlutun á málþroska og læsi leikskólabarna í Fjarðabyggð

Uppskeruhátíð vegna þróunarverkefnisins „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi leikskólabarna í Fjarðabyggð“, sem unnið var að skólaárið 2019 – 2020, fór fram á Fosshóteli Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 10. júní.

Uppskeruhátíð vegna þróunarverkefnis um snemmtæka íhlutun á málþroska og læsi leikskólabarna í Fjarðabyggð

Að verkefninu unnu leikskólarnir í Fjarðabyggð, Talstúdíó Ásthildar Bj. Snorradóttur, Menntamálastofnun og Skólaskrifstofa Austurlands.

Markmið og tilgangur verkefnisins var að:

  • Valdefla starfsfólk leikskólanna til að beita þeim aðferðum sem felast í snemmtækri íhlutun og skila hvað bestum árangri í daglegu starfi.
  • Öll börn í leikskólum Fjarðabyggðar nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal, boðskipti og undirbúning fyrir læsi og að þau komi betur undirbúin í fyrsta bekk grunnskóla.
  • Gera alla verkferla og hlutverk starfsfólks skýrara.
  • Stuðla að betri og markvissari nýtingu á málörvunarefni með skipulagðri flokkun.
  • Skoða uppbyggingu málörvunarstunda.
  • Hver leikskóli vinnur handbók sem rammar inn þessa þætti ásamt því að taka mið af sérstöðu hvers og eins leikskóla út frá hugmyndafræði og skólanámskrá.

Hátíðin tókst afar vel þar sem fjölmargir gestir mættu og hlýddu á framsögn aðila sem komu að verkefninu.

Handbækur leikskólanna voru kynntar og lágu frammi. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar bauð upp á tónlistaratriði og Fosshótel Fáskrúðsfirði sá um veitingar. Góður endir á krefjandi og faglegu verkefni, sem mun nýtast komandi kynslóðum.

Frétta og viðburðayfirlit