Útgáfuhóf Sögu Fáskrúðsfjarðar fór fram í gær í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 14. September. Húsfyllir var, þar sem boðið var uppá léttar veitingar, tónlist frá nemendum Tónlistaskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar. Auk þess lásu þær Berglind Ósk og Arnfríður Eide valda kafla úr bókinni.
16.09.2022
Útgáfuhóf Sögu Fáskrúðsfjarðar
Bæjastjóri Fjarðabyggðar Jón Björn Hákonarson, Smári Geirsson höfundur Sögu Fáskrúðsfjarðar og Guðmundur Þorgrímsson formaður Sögufélagsins fluttu ávörp.
Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum og í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnanna og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert.
Bókaútgáfan Hólar gáfu út Sögu Fáskrúðsfjarðar.
Myndir: Stefán Þór Jónsson
Fleiri myndir: