mobile navigation trigger mobile search trigger
15.03.2018

Útivera í Leikskólanum Kærabæ

Í leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði er lögð rík áhersla á útiveru og þar fara börn á öllum aldri út á hverjum einsta degi.

Útivera í Leikskólanum Kærabæ

Það er aðeins í mjög miklum kulda eða slæmum veðrum sem allra yngstu börnin fara ekki út.Útiveran eflir styrk, byggir upp þol, þrótt og börnin takasta á við nýjar áskoranir auk þess sem hún styrkir börnin bæði líkamlega og andlega. Börnin þurfa að takast á við ýmsar hindranir og leysa úr verkefnum á annan hátt en innandyra. Íslenskt veðurfar er margbreytilegt og það getur haft margar birtingarmyndir yfir daginn, dimmviðri, sól og jafnvel slydda allt sama daginn.

Í útiveru verða aðrar hugmyndir til, samstaða og sköpun taka á sig nýjar myndir. Efniviðurinn er annar, úrvinnsla daglegra athafna er önnur. Börnin reyna á annan hátt á rýmisgreind sína og grófhreyfingar ásamt því að efla orðaforðann auk þess eflir útivera  styrkist félagsþroskinn milli aldurshópa.

Á meðfylgjandi myndum má sjá börn af Kærabæ njóta útiverunar og ekki verður betur séð en að þú uni sér vel.

Fleiri myndir:
Útivera í Leikskólanum Kærabæ

Frétta og viðburðayfirlit