mobile navigation trigger mobile search trigger
17.08.2018

Útsæðið 2018

Bæjarhátíðin Útsæðið 2018 hófst á Eskifirði í gær og stendur fram á sunnudag. Á Útsæðinu í ár er margt um að vera og allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.

Útsæðið 2018

Í kvöld, föstudagskvöldið 17.ágúst, verður hægt að komast á tónleika með KK í Valhöll. Laugardaginn 18.ágúst verður síðan margt um að vera á Eskifirði má þar m.a. nefna aflraunakeppni, kassabílarallý, Nerf stríð og leikir og Eskjutúninu að ógleymdri kvöldvökuni þar sem gestum verður boðið upp á æðislega grillveislu og tónleika. Í lok kvöldvökunar verður síðan flugeldasýning og síðan dansleikur í Valhöll fram á rauða nótt.

Á sunnudeginum geta menn síðan séð kvikmynd Þórarins Hávarðsson "Leiftur frá liðinni tíð" í Valhöll en í myndinni er varpað upp svipmyndum frá mannlífinu á Eskifirði í gegnum tíðina.

Við hvetjum fólk til að gera sér ferð á Eskifjörð um helgina og kíkja á Útsæðið 2018. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér.

Frétta og viðburðayfirlit