mobile navigation trigger mobile search trigger
24.08.2020

Vegleg bókagjöf til bókasafns Reyðarfjarðar

Á dögunum færði Vigfús Ólafsson bókasafni Reyðarfjarðar veglega gjöf. Um var að ræða 45 fallegar bækur sem Vigfús hefur sjálfur bundið inn. Í bókunum eru upplýsingar um gömul hús á Reyðarfirði.

Vegleg bókagjöf til bókasafns Reyðarfjarðar
Guðrún Rúnarsdóttir, bókavörður og Vigfús ÓIafsson

Vigfús Ólafsson er fæddur og uppalinn Reyðfirðingur og var búsettur á Reyðarfirði til margra ára. Vigfús er snjall bókbindari og batt hann bækurnar sjálfur inn. Um er að ræða 45 bækur og í hverri bók eru upplýsingar um eldri íbúðarhús á Reyðarfirði, eitt í hverri bók, nema í einni þar sem eru þrjú hús sem öll eru horfin. Í hverri bók eru síðan auðar blaðsíður þar sem hægt er að setja inn upplýsingar um húsin og myndir af þeim og er fólk hvatt til að vera duglegt við að gera það. 

Vigfús koma sjálfur og afhenti Guðrúnu Rúnarsdóttur, bókaverðir á Reyðarfirði bækurnar, og eru myndirnar hér til hliðar teknar við það tilefni. Fjarðabyggð færir Vigfúsi bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Frétta og viðburðayfirlit