mobile navigation trigger mobile search trigger
11.04.2017

Vegna fréttaflutnings af hótelbyggingu á Stöðvarfirði

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi á fundi sínum í gær.

Vegna fréttaflutnings af hótelbyggingu á Stöðvarfirði

"Vegna fréttaflutnings Austurfréttar 7. apríl 2017 um að hótelbyggingu hafi verið hafnað á Stöðvarfirði vill eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd árétta eftirfarandi: Ekki var sótt um byggingarleyfi fyrir hótelbyggingu heldur óskað eftir afstöðu nefndarinnar varðandi hugsanlega hækkun hússins um 2 hæðir fyrir 40 herbergja gistirými með veitingasal á 2 hæðum, bílakjallara, lager, litla verslun og þvottahús á hæðinni sem fyrir er. Nefndin taldi og bókaði að stækkun, hússins og rekstur gistingar og veitingasalar samræmdist ekki skipulagsskilmálum lóðarinnar eins og þeir eru í dag. Með því var ekki tekin afstaða gegn áformunum heldur sýnt að breyta þyrfti skipulagsskilmálum ef af framkvæmdunum ætti að verða. Því er fréttaflutningur Austurfréttar ekki í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 170. fundi hennar."

Fundargerð Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar

Fréttin sem bókunin vísar til

Frétta og viðburðayfirlit