mobile navigation trigger mobile search trigger
18.09.2024

Vegna tafa á sorphirðu

Talsverðar tafir hafa verið á hirðingu undanfarnar vikur. Í þessari viku er stefnt að því að ljúka hirðingu úr gráu tunnunni á öllu svæðinu. Nýlega er búið að hirða úr grænu tunnunni á stórum hluta Reyðarfjarðar og byggðina þar norðan við. Á föstudag og um helgina verður hirt úr grænu tunnuni hjá þeim sem ekki fengu hirðingu í síðustu viku (aðallega póstnúmer 750, 755 og 760).

Vegna tafa á sorphirðu

Í næstu viku er hirt úr brúnu tunnuni eftir áætlun. Þar með er þess vænst að hirðingin sé komin í takt við þá áætlun sem lögð er fram á heimasíðu Fjarðabyggðar. Íbúar eru hvattir til að flokka endurvinnanlegan heimilisúrgang frá almennu sorpi í lengstu lög áfram. Það efni er sent aðskilið í vélræna flokkun. Ef einhverjir lenda í vandræðum með rými í grænu tunnunni á meðan hirðing nær réttum takti, dreifði Kubbur í vikunni pokum fyrir endurvinnsluefni sem geyma á opna í gráu tunnunni. Starfsmenn munu grípa þá með þaðan næst er græna tunnan er tæmd.

Frétta og viðburðayfirlit