mobile navigation trigger mobile search trigger
03.11.2018

Vel heppnaður Breiðdalsdagur

Breiðdalsdagurinn - menningarhátíð í Breiðdal var haldinn laugardaginn 27. október og tókst afar vel. Vel var mætt á afar fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.

Vel heppnaður Breiðdalsdagur

Dagurinn hófst kl. 9.30 á Zumba í íþróttahúsinu á Breiðdalsvík og að því loknu var síðan kærleiksstund í Kaffi Hamri þar sem boðið var upp á flottar veitingar og notalega stund. Eftir hádegið var síðan hátíðardagskrá í grunnskólanum á Breiðdaslvík þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð og frábær skemmtiatriði af ýmsum toga.

Brugghúsið Beljandi var síðan með uppboð seinni partinn þar sem allur ágóði rann til Krafts, stuðningsfélags krabbameinssjúkra. Alls söfnuðst 33.500 kr.

Um kvöldið voru síðan tónleikar með Eyjólfi Kristjánssyni, Heru Björk og Ingó í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Í framhaldi af tónleikunum var síðan slegið upp flottum dansleik með sömu tónlistarmönnum.

Svona hátíð verður auðvitað ekki að veruleika nema með stuðningi fyrirtækja og einstaklinga. Aðstandendur hátíðarinnar vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hátíðinni lið í ár.

Þessi fyrirtæki styrktu Breiðdalsdaginn 2018

Alcoa 

Beljandi Brugghús

Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf

Byggðastofnun

Dal-Björg

Dýralæknirinn á Breiðdalsvík

Eskja

Fjarðabyggð

Goðaborg ehf.

Grétar ehf

Hótel Bláfell

Hótel Staðarborg

Ís-Travel austurland ehf.

Kaffi Hamar

Kvenfélagið Hlíf

Landsbankinn hf.

Lionsklúbburinn Svanur

Síldarvinnslan

Vík minni vina

 

Frétta og viðburðayfirlit