Fjarðabyggð kt. 470698-2099 óskar eftir tilboðum í akstur á skólabörnum milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar skólaárið 2023-2024 samkvæmt þeim forsendum sem lagðar eru fyrir í verðfyrirspurn. Skólabörn á Eskifirði sækja íþróttakennslu í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar skólaárið 2023-2024. Um er að ræða akstur 3 daga í viku hverri á tímabilinu 22. ágúst til og með 30. maí 2024, frá Eskifirði til Reyðarfjarðar og til baka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar.
Gerður verður sérstakur samningur um aksturinn sem kveður á um skuldbindingar aðila samnings.
Nánar er kveðið um verkefnið í verðfyrirspurnargögnum.
Tilboðsfrestur er til 6. júlí 2023
Nánari upplýsingar veitir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar - snorri@fjardabyggd.is