mobile navigation trigger mobile search trigger
04.07.2023

Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð

Föstudaginn síðastliðinn fór bæjarstjóri ásamt byggingarfulltrúa í vettvangsheimsóknir til að skoða alla þá uppbyggingu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem á sér stað í sveitarfélaginu.

Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Jóna Árný, bæjarstjóri og Aron Leví Beck, byggingarfulltrúi skoða íbúðaruppbyggingu í Neskaupstað

Byrjað var í Neskaupstað og voru verktakar heimsóttir og teknir tali. Við Strandgötu er Nestak að reisa þrjú einbýlishús, og við Hafnarbraut 38-40 rísa nú tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 16 íbúðum sem Hrafnshóll ehf. byggir. Nestak er einnig að byggja atvinnuhúsnæði við Naustahvamm 58, þar voru menn í óðaönn að undirbúa að steypa plötuna, en stefnt er að því í þessari í viku. Þá var nýlega lokaúttekt kláruð fyrir fjögurra íbúða raðhúsi að Sæbakka 19 sem Búðingar ehf. reistu.

Frá Neskaupstað var svo haldið á Eskifjörð, þar sem ýmis uppbygging hefur átt sér stað að undanförnu. Við Strandgötu 98b, er íbúi á Eskifirði að reisa sér glæsilegt hús við sjóinn, ABC byggingar ehf. hafa verið að reisa falleg níu íbúða raðhús í Árdal og á athafnasvæðinu Dal er Guðni Þór Elísson að reisa iðnaðarhúsnæði.

Á Reyðarfirði rís einnig fjöldi íbúða, má þar nefna að Búðingar ehf. eru með í byggingu tvö parhús í Litlagerði fyrir leigufélögin Bríet og Brák. Í Brekkugerði er svo einbýlishús í byggingu. Við Stekkjartún eru svo þrjú einbýlishús í byggingu og er verktakinn af þeim HRMS Byggingar ehf. Við Búðarmel hefur byggingarfélagið Hrafnshóll nýlokið við byggingu fimm íbúða húss.

Á Fáskrúðsfirði rís meðal annars glæsilegt einbýlishús sem íbúi þar er að byggja sér.

Á Breiðdalsvík eru tímamót því fyrstu íbúðarhúsin eru þar í byggingu síðan 1993 eða í um 30 ár.  Búðingar ehf. eru að byggja parhús fyrir leigufélagið Bríet. Við Sólheima rís svo glæsilegt einbýlishús sem íbúi á staðnum er að reisa sér og sinni fjölskyldu.

Í lok júní var tilkynnt um úthlutun stofnframlaga hjá HMS. Að þessu sinni var úthlutað til 12 íbúða í Fjarðabyggð sem munu rísa á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Fjarðabyggð. Þess má geta að í heildina þá eru 52 íbúðir í byggingu og eða áform um og 23 íbúðum hefur verið lokið og teknar í notkun það sem af er ári.

Inná heimasíðu HMS má finna mælaborði íbúðaruppbyggingar á landinu öllu.

Fleiri myndir:
Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Við Strandgötu, Neskaupstað er Nestak að reisa þrjú einbýlishús
Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Nestak er að reisa iðnaðarhúsnæði við naustarhvamm 58 í Neskaupstað
Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Iðnaðarhús rís við athafnarsvæðið Dal
Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Við Strandgötu 98b, Eskifirði hefur þetta glæsilega hús risið.
Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Búðingar hafa reist þetta parhús á Breiðdalsvík
Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð
Eiríkur Ingólfsson er að reisa sér og fjölskyldu sinn einbýlishús á Breiðdalsvík

Frétta og viðburðayfirlit