Að vana er fjölbreytt um að vera í Fjarðabyggð sumarið 2023. Hér má líta á þá fjölbreyttu dagskrá sem í boði er.
Viðburðir í Fjarðabyggð sumarið 2023
Skapandi sumarstörf, eru fyrir ungt listrænt skapandi fólk sem er á aldrinum 16-24 ára. Í ár er meðalaldurinn um 21 ár. Þau eru staðsett hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar í Neskaupstað, eiga sér heimili í Þórsmörk, en starfsfólkið eru líka á flakki um sveitarfélagið – það verða haldnar sýningar, máluð útilistaverk og fleira. Verkefnastjóri í ár er listamaðurinn Marc Alexander sem er frá Boston en flutti til Íslands og keypti sér svo hús á Fáskrúðsfirði. Þau hafa hafið störf og eru að vinna í því að velja nýtt nafn á hópinn og pósta reglulega hér: https://www.facebook.com/laustlistahopur
Listasmiðjur Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir börn sem voru að klára 3. - 7. bekk en skipulagning hófst síðasta haust:
Í boði er Myndlistarsmiðja – persónusköpun / Skapandi leiklistarsmiðja / Hljóðlist, rokk og raftónlist / Mávurinn – tónlistarsmiðja / Ljósmyndasmiðja.
Dagskrána, leiðbeinendur og hvar námskeiðin eru haldin hverju sinni má sjá hér:
https://www.fjardabyggd.is/fjardabyggd/menning/menningarstofa-fjardabyggdar/listasmidjur-menningarstofu-fjardabyggdar-2022/?fbclid=IwAR2UQ3EFyhfRK70Ozz0-4YZRN8AAR3g2-8L6uAKzMHU057YXtgAuGyFQz2U
Tónaflug í Neskaupstað – Fjölbreytt tónlistardagskrá sem á sér stað frá júní fram í september en þetta er þriðja sumarið sem Tónaflóð er haldið. Tónleikar fara fram í Egilsbúð og Beituskúrnum. Það listafólk sem kemur fram eru m.a. Þórir Georg & Axel Flóvent þann 10. júní, KK í Beituskúrnum 29. & 30. júní, Ragga Gísla og hljómsveit 8. júlí, Jón Ólafsson og Hildur Vala 20. júlí o.fl.
10. júní
Axel Flóvent og Þórir Georg á Tónaflugi í Beituskúrnum
https://www.facebook.com/events/299562279063340?ref=newsfeed
Miðasala verður við hurð
29. júní og 30. júní
KK á Tónaflugi í Beituskúrnum
https://www.facebook.com/events/811999973605080/811999976938413
Miðasala er hafin á Tix
Fleiri viðburðir birtast svo næstu daga – Ragga Gísla og Jón Ólafs & Hildur Vala en þessir viðburðir verða í Egilsbúð
Gallerí Þórsmörk
Þann 10. júní enduropnar sýningarsalurinn í Þórsmörk undir nýju nafni og í endurbættri mynd undir nafninu Gallerí Þórsmörk. Þarna eignast Austfirðingar nýtt myndlistar- og sýningarrými sem er staðsett í Neskaupstað í hinu sögufræga húsi Þórsmörk sem er líka aðsetur Menningarstofu Fjarðabyggðar. Húsið er í eigu SÚN sem styður dyggilega við endurnýjun á aðstöðunni en hið nýja gallerí er starfrækt af Menningarstofu Fjarðabyggðr. Þórsmörk er sögufrægt hús sem byggt var árið 1914 í Neskaupstað og á sér langa og merkilega sögu ásamt því að vera tengt listum og menningarlífi á Norðfirði.
10. júní
(opnun og opnun á nýju Galleríi á Austurlandi) sýning um helgar og stendur til 1. júlí
Páll Ivan frá Eiðum sýnir í Gallerí Þórsmörk
https://www.facebook.com/events/649009409939475/649010879939328
17. júní í Fjarðabyggð
- júní í ár verður haldinn hátíðlegur á Reyðarfirði og er í umsjá ungmennafélagsins Vals
Tónleikar í Tónlistarmiðstöðinni
- júní : Songs from the Lands of Fire & Iceland: An Evening of Nordic Song
Flytjendur Colin Levin, baritone og Evan Fein, piano
Á efnisskránni eru sönglög eftir norræn tónskáld eins og Jón Leifs, Jórunn Viðars, Edvard Grieg, Halldór Smárason, Jean Sibelius og Evan Feinjúlí 5. júlí: Klassískir tónleikar
Brúarsmíði á Austurlandi 1965-69 og spennandi smásaga - Kvöldstund með Sölva Sveinssyni í Randulffssjóhúsi þann 7. júní
Sölvi Sveinsson
Brúarsmiður - Kennari - Fræðimaður - Skáld
er gestur okkar í Fjarðabyggð næstu dagana þegar hann velur í Jensenshúsi á meðan hann ljósmyndar og rannsakar brýr á svæðinu sem hann tók þátt í að byggja.
Tryggvasafn opnaði sína árlegu sumarsýningu á verkum Tryggva Ólafssonar listmálara 1. júní en hann hefði orðið 83 ára á þeim degi.
Á hverju ári er sett upp ný sýning á verkum Tryggva og sýningin í ár ber nafnið Lífsverk. Myndlistasafn Tryggva Ólafssonar, er eitt af þremur söfnum sem rekin eru í Safnahúsinu í Neskaupstað.
https://www.facebook.com/Tryggvasafn