mobile navigation trigger mobile search trigger
08.01.2016

Viðlagatrygging Íslands á ferð um Fjarðabyggð

Fulltrúar Viðlagatryggingar gera ráð fyrir að formlegt mat á eignatjóni geti hafist þegar seinni partinn í næstu viku. Matsmenn meta eingöngu þau tjón sem tilkynnt eru og þurfa tjónþolar að gæta að því að tilkynna allt tjón á vef stofnunarinnar.

Viðlagatrygging Íslands á ferð um Fjarðabyggð
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri, á fundi Viðlagatrygginga á Eskifirði í gær.

Hulda Ragnaheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri og Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðinur hjá Viðlagatryggingu hafa verið á ferð um Fjarðabyggð undanfarna daga ásamt Marínó Stefánssyni, sviðsstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs sveitarfélagsins.

Auk þess sem tjónþolar þurfa að vera vakandi fyrir því að tilkynna tjón á vef Viðlagatryggingar, þá er þeim einnig skylt að verja eignir frekari skemmdum á meðan á matsferli stendur. Þá bendir Viðlagatrygging einnig á, að um leið og niðurstaða um bótaskylt tjón liggur fyrir, geti stofnunin greitt inn á viðkomandi mál. Hafður sé þessi háttur á svo að pappírsvinna tefji ekki fyrir nauðsynlegum viðgerðum eða endurbyggingu.

Auk þess að miðla upplýsingum til tjónþola og draga úr óvissu í þeirra röðum, vinnur Viðlagatrygging einnig að almennri matsgerð vegna atburða 30. desember sl. Þeirri skýrslu verður skilað til nefndar sem Forsætisráðuneytið hefur skipað vegna tjóns á  m.a. menningarverðmætum. Kom fram í máli Huldu Ragnheiðar að snör viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins við tjónaskráningu myndi flýta fyrir þeirri vinnu.

Viðlagatrygging bætir eignatjón af völdum eldgosa, jarðskjalfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða og er meginreglan sú stofnunin bæti tjón sem ekki er unnt að tryggja sig gegn.

Fleiri myndir:
Viðlagatrygging Íslands á ferð um Fjarðabyggð
Marínó Stefánsson, sviðsstjóri Framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs Fjarðabyggðar og Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur Viðlagatrygginga.
Viðlagatrygging Íslands á ferð um Fjarðabyggð
Fjölmiðlar hafa gert óveðursmálum í Fjarðabyggð góð og vönduð skil. Hér má sjá Rúnar Snæ Reynisson á fundi Viðlagastrygginga á Eskifirði í gær.

Frétta og viðburðayfirlit