Göngufélag Suðurfjarða hlaut á dögunum viðurkennigu frá Náttúverndarsamtökum Austurlands fyrir framlag félagsins til náttúverndar.
Viðurkenning til Göngufélags Suðurfjarða
Verðlauninn voru afhent á degi umhverfisins þann 25. aprí sl. Göngufélagið hlýtur viðurkenninguna fyrir dugnað og eljusemi við hreinsun á strandlengjunni. Göngufélagið hefur undanfarinn ár gengið meðfram strandlengjunni við Fáskrúðsfjörð og hreinsað rusl úr fjörunum
Framundan er fjórða árið í röð sem hópurinn fer í hreinsunarátak og þann 5. maí byrjar hreinsunarátakið hjá göngufélaginu í samvinnu við Björgunarsveitina Geisla með hreinsunardegi frá kl. 10:00-17:00 í framhaldi af þessu hreinsunarátaki mun göngufélagið og tína rusl alla þriðjudaga í maí. Hægt er að fylgast með og taka þátt en nánari upplýsingar er hægt að finna á facebook síðu Göngufélagsins https://www.facebook.com/gfsudurfjarda/
Við óskum Göngufélagi Suðurfjarða til hamingju með viðurkenninguna.