Halldóra Birta Sigfúsdóttir og Nikólína Bóel Ólafsdóttir, nemendur í 9. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, hlutu 1. og 2. sætið í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina „Framtíðin er Núna!“ Um er að ræða verkefni sem fjallar um góðar hugmyndir fyrir heimabyggðina, hugmyndir á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs og tekjuöflunar.
20.01.2016
Viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina
Fjallaði ritgerð Halldóru um hjólreiðastíga en ritgerð Nikólínu fjallaði um þjóðsögusafn.
Þeim Halldóru og Nikólínu var veitt viðurkenning af þessu tilefni við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík fyrr í vikunni.
Fleiri myndir: