mobile navigation trigger mobile search trigger
02.07.2021

Vígsla ofanflóðamannvirkja á Eskifirði

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vígði í dag ofanflóðavarnarmannvirki við farvegi Bleiksár, Hlíðarendaár og Ljósár á Eskifirði, ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, ráðuneytisstjóra, fulltrúum ofanflóðanefndar og íbúum.

Vígsla ofanflóðamannvirkja á Eskifirði

Framkvæmdir við gerð mannvirkjanna hófust árið 2014 og hefur verið unnið að þeim samfellt síðan. Við undirbúning framkvæmdanna var lögð áhersla á útlit mannvirkjanna, uppgræðslu og gerð göngustíga, þannig að mannvirkin myndu falla sem best að umhverfinu og jafnframt bæta aðstöðu fólks til útivistar. Unnið er að fleiri framkvæmdum á Eskifirði, bæði við farveg Lambeyrarár auk hönnunar varna við farveg Grjótár.

Fleiri myndir:
Vígsla ofanflóðamannvirkja á Eskifirði
Vígsla ofanflóðamannvirkja á Eskifirði
Vígsla ofanflóðamannvirkja á Eskifirði

Frétta og viðburðayfirlit