Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar færðu bæjarbúum kærleikskveðjur í tilefni af alþjóðadeginum gegn einelti, sem er 8. nóvember ár hvert.
07.11.2015
Vinir gegn einelti
Börnin gengu á milli húsa í gær og hengdu hjartalaga kveðjur á útihurðahúna. Hefur mörgum hefur eflaust hlýnað um hjartarætur við að fá þessi fallegu skilaboð í hendur.
Kærleikskveðjurnar voru liður í vinadegi sem Grunnskólinn heldur í tilefni af alþjóðadeginum gegn einelti. Nemendur byrjuðu daginn á því að heimsækja vini sína á leikskólanum Lyngholti. Mynduð var risastór vinakeðja og sungið og trallað. Í skólanum tók síðan við ýmis verkefnavinna um samskipti og framkomu áður en hafist var handa við að dreifa kærleikskveðjunum um allan bæ.