Opnun rafrænna umsókna vegna vinnuskóla, starfa flokkstjóra og sumarstarfa frestast um viku, til 30. mars.
23.03.2017
Vinnuskóli, flokkstjórar og sumarstörf þjónustumiðstöðva 2017
Nánari lýsingar á sumarstörfum og vinnuskóla:
Sumarstarfsmenn Þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar: 16 ára og eldri sem vinna við ýmis umhverfisverkefni hjá sveitarfélaginu. Verkefnin flokkast í tvennt: Grófari vinna er t.d. vélavinna eins og sláttur og orfun, undirbúningur fyrir malbikun, hellulögn ofl. Fín vinna er t.d. undirbúningur og viðhald blóma- og runnabeða, plöntun blóma og trjáa, tína rusl o.m.fl.