mobile navigation trigger mobile search trigger
12.05.2022

Vor í Fjarðabyggð 2022

Sú hefð hefur myndast í Fjarðabyggð undanfarin ár að taka á móti vorinu með umhverfisátaki sem nefnist „Vor í Fjarðabyggð“. Hér á heimasíðunni hefur nú verið gert aðgengilegt efni um Vor í Fjarðabyggð 2022Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, og rafræna útgáfu af vorbæklingi sveitarfélagsins.

Vor í Fjarðabyggð 2022

Hreinsunarvikan 2022 verður dagana 16. – 23. maí

Hluti af Vor í Fjarðabyggð  hefur verið að vekja íbúa til umhugsunar um umhverfi sitt og hvetja þá til að taka til hendinni í görðum sínum og nær umhverfi.

Dagana 16. – 23. maí . maí verða starfsmenn þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar á ferðinni að hirða upp garðaúrgang sem íbúar setja við lóðamörk.

Almennt annað rusl s.s. brotajárn, plastkör eða annað ótengt garðaúrgangi skal ekki sett saman við.

Í tengslum við „Vor í Fjarðabyggð“ hefur sveitarfélagið gefið út bækling og dreift til íbúa með gagnlegum upplýsingum um eitt og annað sem tengist vorverkunum og umhverfismálum. Í ár verður sú breyting að bæklingnum verður ekki dreift í hús, heldur verður hann aðgengilegur með rafrænum hætti á heimsíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is og á Facebook síðu sveitarfélagsins.

Látum nú hendur standa fram úr ermum, öll sem eitt og sameinumst um að fegra okkar nánast umhverfi fyrir sumarið!

Frétta og viðburðayfirlit