Vorbæklingur Fjarðabyggðar verður borinn í hús í Fjarðabyggð í dag og á morgun. Því miður voru mistök gerð í texta á forsíðu bæklingsins sem varða dagsetningu á vorhreinsun Fjarðabyggðar. Hið rétta er að vorhreinsun Fjarðabyggðar verður dagana 16. maí – 24. maí, en ekki 10. maí – 20. maí eins og þar stendur. Beðist er velvirðingar á þessu.
13.05.2020
Vorbæklingur 2020
Í vorbæklingnum í ár er að finna ýmsan fróðleik sem gagnlegt er að hafa í huga nú þegar hugað er að vorverkunum s.s. upplýsingar um garðefnasvæði, yfirlag gróðurbeða og sumarblóm. Þar er einnig að finna ýmsa upplýsingar um þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs og framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar.
Eins og áður sagði fer hin árlega vorhreinsun Fjarðabyggðar fram dagana 16. – 24. maí og þá munu starfsmenn sveitarfélagsins vera á ferðinni og hreinsa þann garðaúrgang sem fólk setur út fyrir lóðamörk hjá sér. Fjarðabyggð hvetur íbúa til að nota tækifærið þessa daga og taka til hendinni í görðum sínum.
Vorbækling Fjarðabyggðar 2020 má nálgast hér: Vor í Fjarðabyggð 2020