mobile navigation trigger mobile search trigger
13.01.2015

Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla

Leikskólabörn á Sólvöllum taka fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í Neskaupstað. Þau verða mætt til leiks á Neseyri miðvikudaginn 14. janúar, kl. 16:00 og eru allir boðnir velkomnir sem vilja taka þátt í athöfninni með þeim. 

Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla
P. Ark teiknistofa

Leikskólabörn á Sólvöllum taka fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í Neskaupstað. Þau verða mætt til leiks á Neseyri miðvikudaginn 14. janúar, kl. 16:00 og eru allir boðnir velkomnir sem vilja taka þátt í athöfninni með þeim.

Börnunum til aðstoðar verða Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og fulltrúar VHE, verktaka nýju leikskólabyggingarinnar og verður eflaust kátt á hjalla þegar hafist verður handa.

Áætlaður framkvæmdatími er hálft annað ár og verður nýi leikskólinn tekinn í notkum um mitt ár 2016.

Frétta og viðburðayfirlit