mobile navigation trigger mobile search trigger
22.03.2015

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Suðursvæði Austurlands fór fram í Tónlistarmiðstöðinni Eskifirði 17. mars. Sigurvegarar að þessu sinni komu frá Nesskóla og Grunnskóla Eskifjarðar.

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Suðursvæði Austurlands fór fram í Tónlistarmiðstöðinni Eskifirði 17. mars.

Hátíðin fór vel fram og börnin stóðu sig öll með mikilli prýði í framsögn og upplestri.  Ávarp flutti Ingibjörg Einarsdóttir formaður Radda, félags um vandaðan upplestur og framsögn og Magnús Stefánsson frá Fáskrúðsfirði stýrði keppninni.  Börn og kennarar úr Tónlistarskóla Reyðarfjarðar og Eskifjarðar fluttu tónlistaratriði á hátíðinni.  Dómnefnd skipuðu Þóroddur Helgason formaður, Halldóra Baldursdóttir og séra Davíð Baldursson.

Sigurvegarar að þessu sinni komu frá Nesskóla og Grunnskóla Eskifjarðar. Íslandsbanki gaf peningaverðlaun til viðurkenninga fyrir þrjú efstu sætin. Öll börnin fengu ljóðabækur frá Félagi bókaútgefenda  í viðurkenningarskyni ásamt rós frá Skólaskrifstofu Austurlands.

Í 1. sæti varð Helga Björt Jóhannsdóttir Nesskóla, í 2. sæti varð Svanhildur Sól Sigurbjarnardóttir Grunnskóla Eskifjarðar og í 3.sæti varð Eysteinn Ágústsson Nesskóla.

Umsjón með Stóru upplestrakeppninni á Austurlandi var í höndum Jarþrúðar Ólafsdóttur kennsluráðgjafa á Skólaskrifstofu Austurlands.

Fleiri myndir:
Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Þátttakendur í stóru upplestrarkeppninni

Frétta og viðburðayfirlit